Leita í fréttum mbl.is

Góðar fréttir

Það er alltaf ánægjulegt að lesa um það að það sé verið að auka þjónustu við börnin í landinu.  Íslenska ríkið ætlar að greiða fyrir eina skoðun 3gja og 12 ára barna.  Miðstöð tannverndar ætlar að reyna sjá til að börnin mæti.  Samningurinn er til loka ársins 2008.Þegar börnin mæta til í skoðunina, þá á tannlæknirinn að fylla út sérstakt eyðublað með upplýsingum um tannheilsu barnsins.  Þetta eyðublað mun svo fara til Miðstöðvar tannverndar, sem mun vinna úr gögnunum og fá fínt yfirlit yfir tannheilsu þessara tveggja hópa.  Það er ekki verið að semja um að greiða fyrir meðferð sem börnin þurfa hugsanlega á að halda, einungis skoðunina. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í lok ársins 2008. Það væri flott að fá 6 ára aldurshópinn líka inn og að það sé skoðað  að ríkið gæti greitt líka fyrir  þá meðferð sem krakkarnir þurfa, sé hún einhver. Ég hef unnið á tannlæknastofu í Bretlandi í tæp þrjú ár.  Það má margt segja um Bretann en þeir mega þó eiga það að öll tannlæknaþjónusta fyrir börn upp að 18 ára er greidd af ríkinu (líka tannréttingar upp að vissu marki).  Ég tala alltaf vel um eyjuna góðu en skammast mín hálfpartinn fyrir þetta.
mbl.is Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unaðurinn við tannþráðinn

Það er logið að mér mörgum sinnum  á dag. Ég spyr: Hversu oft flossar þú? Þá byrjar svanasöngurinn. Ég veit það vel að það er hundleiðinlegt að flossa. Jafnvel þó að ég sé mjög góð í því og þurfi ekki einu sinni spegil til að ná á milli öftustu jaxlana.  Get bara gert þetta með lokuð augu. Ég skal samt játa það að ég þarf að taka á honum stóra mínum ALLTAF þegar ég horfi á litla hylkið með þráðnum. Það er alltaf lítill púki í mér sem segir ÆI ég nenni ekki. Ég er nú samt orðin svo vön litla púkanum að ég hristi hann nánast oftast af mér og byrja að sarga með spottanum.

Þetta er samt eiginlega frábær spotti. Ég sé það þegar liðið um sjötugt kemur inn sem hefur flossað daglega versus hina sem hafa ekki nennt því.  Þetta er betra öldrunarmeðal en botox og bestu upphengiaðgerðir.  Það er eitthvað rosalega aðlaðandi við fallegt bros, fallegar tennur og HEILBRIGT TANNHOLD. Miklu flottara en langar tennur standandi eins og mjóir staurar upp úr ljósbrúnu eða skærrauðu tannholdi mismunandi lausir.  Þá skiptir ekki máli með restina - erfitt er að ljúga til um aldur og ætla sér að vilja líta unglega út.

Þessi spotti er líka frábær gegn andremmu sem heitir víst á læknamáli halitosis. Halitosis er í mínum huga á skalanum 1-10 þar sem 10 er versta hugsanlega andremma sem til er, en 1 bara svona nett matarlykt. Að taka plakk af tönnunum með spottanum minnkar andremmu til muna og tala nú ekki um ef fólk splæsir kannski tíu sekúndum í að skrúbba á sér tunguna í leiðinni.

Ég ætla að nota tannþráð þangað til ég dett niður dauð.


Höfundur

Ásta Óskarsdóttir
Ásta Óskarsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband