Færsluflokkur: Bloggar
6.5.2007 | 22:40
Góðar fréttir
Það er alltaf ánægjulegt að lesa um það að það sé verið að auka þjónustu við börnin í landinu. Íslenska ríkið ætlar að greiða fyrir eina skoðun 3gja og 12 ára barna. Miðstöð tannverndar ætlar að reyna sjá til að börnin mæti. Samningurinn er til loka ársins 2008.Þegar börnin mæta til í skoðunina, þá á tannlæknirinn að fylla út sérstakt eyðublað með upplýsingum um tannheilsu barnsins. Þetta eyðublað mun svo fara til Miðstöðvar tannverndar, sem mun vinna úr gögnunum og fá fínt yfirlit yfir tannheilsu þessara tveggja hópa. Það er ekki verið að semja um að greiða fyrir meðferð sem börnin þurfa hugsanlega á að halda, einungis skoðunina. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í lok ársins 2008. Það væri flott að fá 6 ára aldurshópinn líka inn og að það sé skoðað að ríkið gæti greitt líka fyrir þá meðferð sem krakkarnir þurfa, sé hún einhver. Ég hef unnið á tannlæknastofu í Bretlandi í tæp þrjú ár. Það má margt segja um Bretann en þeir mega þó eiga það að öll tannlæknaþjónusta fyrir börn upp að 18 ára er greidd af ríkinu (líka tannréttingar upp að vissu marki). Ég tala alltaf vel um eyjuna góðu en skammast mín hálfpartinn fyrir þetta.
![]() |
Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar